Góður árangur SA
Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fór fram um liðna heli í Reykjavík og gerðu keppendur frá Skautafélagi Akureyrar gerðu góða ferð á mótið. Alls tóku tólf stúlkur frá SA þátt í Íslandsmótinu og unnu þær til fimm gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna. Sömu fimm stúlkurnar unnu til gullverðlauna núna og á Bikarmóti ÍSS fyrr í haust, þær Kolfinna Ýr Birgisdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir, segir í frétt á heimasíðu SA