Gabbaði fólk til að kaupa miða á landsleikinn

Tvær kærur hafa borist lögreglunni á Akureyri vegna sölu miða á landsleik Íslands og Króatíu í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Svindlarinn plataði tvo einstaklinga á netinu til þess að kaupa alls níu miða á leikinn sem það fékk aldrei í hendurnar. Hann seldi fjóra miða á 20 þúsund krónur og fimm miða á 17 þúsund krónur sem fólkið fékk aldrei í hendurnar. Maðurinn er á þrítugsaldri og á að sögn lögreglu langan afbrotaferil að baki.

throstur@vikudagur.is

Nýjast