Færri fæðingar á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Karl Eskil.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Karl Eskil.

Fæðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru heldur færri í ár en í fyrra að sögn Ingibjargar Hönnu Jónsdóttur forstöðuljósmóður á fæðingardeildinni. Það sem af er ári hefur 381 barn fæðst á sjúkrahúsinu en voru 474 allt árið í fyrra. „Það eru nokkrar konur skrifaðar inn í lok árs en ég held að við náum ekki 400 fæðingum,“ segir Ingibjörg.

Hún segir algengt að fæðingarfjöldi barna rokki til á milli ára. En er von á jólabarni á sjúkrahúsinu? „Það eru einhverjar konur sem eiga von á sér um jólin og því aldrei að vita,“ segir Ingibjörg.

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast