Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur

Líf Guðmundar Sigvaldasonar sveitarstjóra í Hörgársveit er á margan hátt gjörbreytt. Æxli fannst á lærbeini og eftir tvær aðgerðir var ákveðið að taka fótinn af Guðmundi. Hann er mættur til starfa á nýjan leik og er bjartsýnn á framtíðina. Allur fóturinn var tekinn, þ.e. úr augnkarlinum, mjaðmarkúlan liggur í augnkarlinum.

Að fá slíkar fréttir, hvernig varð þér við?

„Mér varð reyndar ekkert sérstaklega brugðið við þessi tíðindi, en auðvitað var þetta ákveðið sjokk. Verkirnir höfðu verið svo slæmir og ég hafði reyndar haft orð á því heima hjá mér að ég sæi enga aðra leið út úr þessu. Hinn möguleikinn var reyndar að prófa geislameðferð, en hvorki mér né lækninum leist á að reyna þá leið. Síðustu vikurnar höfðu verið kvalafullar, þrátt fyrir að vera á sterkum verkjalyfjum, þannig að ég upplifði þetta bara sem lausn. Ég held meira að segja að fólkið í kringum mig hafi brugðið meira en mér.“

Skilur máltækið betur

„Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur,“ segir máltækið. Guðmundur segist skilja máltækið betur, eftir þessa reynslu.

„Fóturinn sem ég missti var búinn að bera mig ansi víða. Ég hef til dæmis ferðast nokkuð mikið, stundað knattspyrnu, hjólað í vinnuna, farið í göngur og svo framvegis. Þótt ég hafi ekki velt þessu máltæki mikið fyrir mér, skil ég það örugglega betur núna.“

 

karleskil@vikudagur.is

 

Ítarlegt opnuviðtal er við Guðmund í prentútgáfu Vikudags

Nýjast