Eik er Jólastjarnan 2013

Akureyringurinn Eik Haraldsdóttir var valin Jólastjarna Björgvins árið 2013 en úrslitin voru tilkynnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Mörg hundruð krakkar, strákar og stelpur, sóttust eftir að fá að syngja á jólatónleikum með Björgvini Halldórssyni nú í desember en eftir úrslitakeppni stóð Eik uppi sem sigurvegari.

 

Björgvin Halldórsson sagði í samtali við Akureyri.is  í morgun að það hafi verið erfitt að gera upp á milli þeirra 10 stúlkna sem komust í úrslit en að Eik hafi hrifið dómnefndina með eðlilegri framkomu og flottum söng. "Þau voru í raun öll sigurvegarar en hún er aðalsigurvegarinn og nú erum við að ráða ráðum okkar um það hvaða lag hún flytur með okkur í Laugardalshöllinni."

 

Hægt er að horfa og hlýða á flutning Eikar á Visir.is.

Nýjast