"Ég var tifandi tímasprengja"

Stefán Gunnlaugsson, jafnan þekktur sem Stebbi á Bautanum er flestum Akureyringum kunnur. Hann veiktist alvarlega í sumar og var hætt kominn þegar uppgötvaðist að lífshættulegur gúlpur hafði myndast á ósæðinni vegna undirliggjandi sýkingar. Hann gekkst undir erfiða aðgerð í Svíþjóð og þarf að ganga í gegnum mikla endurhæfingu næstu mánuði. Blaðamaður Vikudags heimsótti Stefán sem rifjaði upp sjúkrasöguna.

„Þetta byrjaði þannig að ég fór að finna fyrir ónotum seint síðasta vetur. Ég var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri í júní og var skoðaður aftur seint í júlí. Í sneiðmyndatöku kom í ljós að gúlpur hafði myndast við ósæðina. Hefði þessi gúlpur gefið sig hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Læknarnir sögðu mér að ég væri hreinlega tifandi tímasprengja,“ segir Stefán.

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Stefán sem má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast