Dýrara að fara á skíði

Vetrarkort fyrir fullorðna á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar hækkar um sjö þúsund krónur í vetur. Kortið kostar 39.000 en verðið var 32.000 í fyrra. Hækkunin nemur um 22%.

Einnig hækkar verð á sérstökum vetrarkortum þar sem fjórir kaupa saman til að fá afslátt en þetta eru jafnan vinsælustu kortin. Það kostar nú 30.000 í stað 26.000 í fyrra. Einnig er talsverð hækkun á stökum keyptum miðum. Sem dæmi má nefna að fyrir fullorðna kostar heill dagur 4.000 en var áður 3.300. Þá kosta þrjár klukkustundir 3.400 kr. í stað 2.500.

throstur@vikudagur.is

Nýjast