Dömulegir dekurdagar afhenda Krabbameinsfélagi Akureyrar 900 þúsund

Inga Vestmann, Vilborg Jóhannsdóttir og Friðrik Vagn Jónsson
Inga Vestmann, Vilborg Jóhannsdóttir og Friðrik Vagn Jónsson

Dömulegir dekurdagar eru árlegur viðburður á Akureyri og í fyrra hófst ákveðið samstarf með Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis  sem fólst í því að skipuleggjendur Dömulegra dekurdaga létu framleiða handþrykkta taupoka, sem seldir voru til styrktar félaginu. Leikurinn var svo endurtekinn í ár og rennur allt söluandvirði pokanna til félagsins.  Á ár söfnuðust 900 þúsund krónur. Við afhendingu styrksins í gær komu fram þakkir til Dömulegra dekurdaga, þátttakanda og skipuleggjenda fyrir að leggja félaginu lið og ítrekað hversu mikilvægt það væri að njóta slíkrar velvildar, enda félagið ekki á föstum fjárlögum.

Nýjast