Bók fyrir stráka

"Ég er mjög ánægður með bókina og tel hana geta komið mörgum að gagni," segir Bjarni. Mynd/Þröstur Ernir.

Handknatteikskappinn Bjarni Fritzson sendir frá sér sína fyrstu bók sem nefnist Strákar fyrir jólin. Hún kemur út um miðjan nóvember en bókina skrifaði Bjarni ásamt Kristínu Tómasdóttur rithöfundi. Í bókinni er leitast við að svara ýmsum spurningum sem brenna á vörum drengja á aldrinum 10-16 ára.

„Bókin snýst fyrst og fremst um það hvernig er að vera strákur í dag. Þarna eru svör við ýmsum spurningum sem margir strákar þora kannski ekki að spyrja foreldra og vini. Við veltum fyrir okkur sjálfsmynd drengja en það er margt sem togast á í nútímasamfélagi. Strákar eiga að fylla upp í gamla staðalímynd; að vera harðir naglar sem gráta helst ekki. Á sama tíma koma skilaboð frá samfélaginu um að þeir eigi að vera opnir og mjúkir.

Strákar fá því oft á tíðum misvísandi skilaboð frá samfélaginu og þar af leiðandi eru margir óöruggir með sig. Unglingsárin eru viðkvæm og mikið að gerast í lífi drengja á þeim árum. Spurningarnar sem brenna eru ótalmargar en hingað til hefur verið fátt um svör. Það er ekki vafi í mínum huga að þessi bók mun hjálpa mörgum.“

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr lengra viðtali við Bjarna sem finna má í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast