Blikur á lofti

Myndin tengist ekki með beinum hætti efni fréttarinnar/mynd Þröstur Ernir
Myndin tengist ekki með beinum hætti efni fréttarinnar/mynd Þröstur Ernir

„Ég sé engin stór verkefni í kortunum og það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðn, um horfur í byggingariðnaði í vetur á Akureyri.

„Í gegnum tíðina hafa alltaf einhver stærri verkefni verið í gangi eins og bygging skóla eða annarra mannvirkja. En það er hins vegar ekkert slíkt framundan,“ segir Heimir. Hann segir ágætt að gera hjá flestum verktökum eins og staðan er í dag. Hins vegar ríkir óvissa um seinni hluta vetrarins. „Ég veit til þess að verktakar eru farnir að íhuga uppsagnir, þannig að það eru blikur á lofti."

Nýjast