Árekstur á Akureyri

Mynd VV
Mynd VV

Vörubíll og fólkbíll skullu saman fyrir stundu á gatnamótum Glerárgötu, Borgarbrautar og Tryggvabrautar á Akureyri. Lögreglan segir að rekja megi áreksturinn til hálku. Einn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri, en ekki er talið að meiðsl séu alvarleg.

Lögreglan segir að töluverð hálka sé víða á Akureyri og hvetur hún vegfarendur til að gæta varúðar.

Nýjast