Akureyrarbær rekinn með 529 millj. kr. hagnaði á næsta ári

Ráðhúsið á Akureyri
Ráðhúsið á Akureyri

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 var lögð fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Rekstarafkoma er áætluð jákvæð um 529,4 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að skuldir lækki verulega, þannig er áætlað að afborganir af langtímalánum nemi 1,2 miljörðum, en ný langtímalán nemi samtals 350 millj. króna.

Skatttekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 575 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 1.040 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2013 eru skatttekjurnar áætlaðar 554 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 990 þús.kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem bærinn sendi frá sér síðdegis

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast