Aðventa Gunnars Gunnarssonar á Icelandair hótelinu á Akureyri

Aðventa Gunnars Gunnarssonar hefur farið víða
Aðventa Gunnars Gunnarssonar hefur farið víða

Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar les söguna Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í „Stofu 14“ á Icelandair hótelinu á Akureyri á fimmtudaginn.

Aðventa hefur verið þýdd á um tuttugu tungumál og hefur engin bók Gunnars farið jafn víða um lönd. Sagna fjallar um leit Benedikts að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar.

Lesturinn hefst klukkan 16:00 og eru allir velkomnir. Kveikt verður upp í arnunum og á boðstólum verða smákökur og heitt kakó

Nýjast