273 milljónir til Sjúkrahússins á Akureyri
Ég hef kynnt tækjakaupaáætlun í ríkisstjórninni og sendi svo nefndinni minnisblað um það. Þar geri ég ráð fyrir að Landspítalinn muni fá 1.262 milljónir króna og sjúkrahúsið á Akureyri fái 273 milljónir á næsta ári. Svo verður að koma í ljós hvernig fjárlaganefnd fer með þetta, segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á Facebooksíðu sinni. En í ljósi umræðunnar inni í nefndinni, og samstöðunnar, þá er ég bjartsýnn á að menn bregðist vel við. Það kemur svo í ljós hvernig afgreiðsla nefndarinnar verður þegar frumvarpið kemur til annarrar umræðu, segir Kristján Þór.