2014 verði ár vakningar meðal foreldra
Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt og vernda börnin okkar, segir Heimir Eggerz Jóhannsson formaður Samtaka svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar. Samtökin hafa undanfarnar vikur birt auglýsingar í Vikudegi og í sjónvarpi N4 með heilræðum til foreldra, m.a. varðandi foreldrahlutverkið. Auglýsingarnar hafa vakið talsverða athygli og segir Heimir að með þessu hafi samtökin viljað efla meðvitund foreldra og einnig vekja athygli á þeim hættum sem leynast í nærsamfélaginu.
Við viljum að árið 2014 verði ár vakningar meðal foreldra. Okkur finnst foreldrar í bænum orðnir svolítið værukærir og það vantar meiri samstöðu og samráð meðal þeirra.
Margir sem við töluðum við voru sáttir við ástandið eins og það er. Við erum ekki alveg sátt við þetta hugarfar, því hér leynast hættur víða í umhverfinu eins og annars staðar, segir Heimir.
Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags