Líkt og undanfarin tvö ár bauð VÍS viðskiptavinum með F plús tryggingu að næla sér í skínandi húfur fyrir börn á næstu þjónustuskrifstofu. Akureyringar tóku vel við sér. Í tilkynningu frá VÍS segir Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi að þar hafi um 1.500 húfur verið gefnar. Á svæðinu öllu eru þær hátt í 3.000, þ.e frá Þórshöfn og vestur í Hrútafjörð. Á landsvísu svarar fjöldinn til þess að fjögur börn af hverjum tíu á aldrinum 3ja 12 ára hafi fengið húfu.Magnús segir að hufurnar komi ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja, heldur sé um að ræða góða viðbót.
Með tilliti til sjálfbærni var árið 2024 sögulegt fyrir ELKO – sérstaklega á Akureyri þar sem viðskiptavinir skiluðu inn og keyptu alls 400 notuð snjalltæki. Þetta gerir árið að metári í viðskiptum með notuð raftæki í versluninni þar í bæ.
Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:
Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Lagið var hljóðritað að mestu leyti á Akureyri síðla árs 2023, en trommurnar voru hljóðritaðar í Berlín. Upptöku á Akureyri stjórnaði Þorsteinn Kári sjálfur, en tökum á trommum stjórnuðu Jón Haukur Unnarsson ásamt Nirmalya Banerjee.
Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.