130 millj. króna vegna komu skemmtiferðaskipa

Akureyrarhöfn/mynd Karl Eskil
Akureyrarhöfn/mynd Karl Eskil

Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að fjárfesta á vegum Hafnarsamlags Norðurlands fyrir um 136 milljónir króna. Meðal annars verður unnið við endurbyggingu Togarabryggju og komið verður fyrir nýrri flotbryggju í Sandgerðisbót. Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri samlagsins verði 54 milljónir króna á næsta ári. Áætlað er að tekjur vegna skemmtiferðaskipa verði um 130 milljónir króna, en í ár voru tekjurnar um 120 milljónir.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast