„Byrjum í drullugallanum og endum í jakkafötum“
Bíladagar á Akureyri hefjast á laugardaginn kemur, þann 10. júní, og standa yfir í heila viku eða fram til 17. júní. Þetta er lengsta og stærsta hátíðin frá upphafi að sögn Einars Gunnlaugssonar formanns Bílaklúbbs Akureyrar (BA) sem stendur að Bíladögum. Alls verða keppnisgreinarnar ellefu og verður byrjað á torfærunni á laugardag og sunnudag.
Óhætt er að segja að Bíladagshátíðin hafi verið umdeild meðal bæjarbúa vegna svartra sauða sem hafa reykspólað á nóttu til í íbúðahverfum og stundað hraðakstur innanbæjar. Minna hefur hins vegar farið fyrir látum og leiðindum í kringum Bíladaga undanfarin ár að sögn Einars og segir hann viðmót bæjarbúa vera að breytast.
Fjallað er um Bíladaga og rætt við Einar um hátíðina í prentútgáfu Vikudags.