Brýnt að takmarka lausagöngu katta

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Akureyrarbær minnir á að mikilvægt sé að hafa í huga að næturbrölt katta utandyra á þessum árstíma sé ekki æskilegt vegna fuglavarps í bæjarlandinu. Sérstök samþykkt um kattahald er í gildi hjá Akureyrarbæ.

Takmarka þarf lausagöngu eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina sem er þeirra uppáhalds veiðitími. Ábyrgir kattaeigendur hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og halda þeim innandyra að nóttu fuglunum til verndar. Mikilvægt er að kattaeigendur fylgist vel með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.

"Berum virðingu fyrir náttúrunni og viðhöldum fjölbreyttu fuglalífi í bæjarlandinu," segir á vef bæjarins.

Nýjast