Uppfært: Allir flokkar mynda nýjan meirihluta á Akureyri
Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hofi á Akureyri klukkan 12 þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum.
Samkvæmt heimildum Vikublaðsins verður mynduð einskonar "þjóðarstjórn" þar sem allir flokkar koma að borðinu vegna erfiðleika í rekstri. Samfylkingin, L-listi og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eftir síðustu kosningar.