Bláar tölur í kortunum
Veðursotfan gerir ráð fyrir bjartviðri og talsverðu frosti á Norðurlandi eystra í dag. Í kvöld verður suðaustan og austan 5-10 m/sek, skýjað og úrkomulítið, en heldur hvassara og éljagangur á morgun. Þá verður frost á bilinu 0-6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 m/s syðst. Rigning, slydda eða jafnvel snjókoma með köflum sunnan og suðaustanlands, dálítil él með norður- og austurströndinni en annars úrkomulítið. Frost víða 0 til 5 stig en um og yfir frostmarki við S-ströndina.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s en 13-20 m/s á Vestfjörðum og með SA-ströndinni. Él með norður og austurströndinni en slydda eða rigning með köflum SA-lands og skýjað en úrkomulítið V-til. Frost víða 0 til 7 stig en mildara syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast SA-til. Snjókoma NA-til og slydda eða rigning SA-lands af og til en skýjað V-til. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt og víða él N- og A-til, en annars þurrt að kalla. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með úrkomu syðst á landinu og hægt hlýnandi veðri.