Björn Heiðar siglingamaður ársins
Björn Heiðar Rúnarsson úr Siglingaklúbbnum Nökkva var valinn siglingamaður ársins í lokahóf SÍL sem fór fram í Kópavogi sl. helgi. Þetta er annað árið sem Björn er valinn og þriðja árið í röð sem siglingamaður úr Nökkva er valinn siglingamaður ársins. Kayakk kona ársins var valin Þóra Atladóttir frá Akureyri sem æfir með Kayakklúbbnum í Reykjavík.