Birkir Blær heldur áfram að heilla í Svíþjóð

Birkir Blær söng í sænsku Idol söngkeppninni í gær. Mynd:Skjáskot/Tv4
Birkir Blær söng í sænsku Idol söngkeppninni í gær. Mynd:Skjáskot/Tv4

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar.

Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór í gær söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo.

Óhætt er að segja að Birkir sé búinn að heilla sænsku dómnefndina fram að þessu. Það gerði hann einnig í gær með fumlausri sviðsframkomu en dómnefndin hrósaði Birki í hástert fyrir frammistöðuna.  

Birkir Blær hefur líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar.

 

Nýjast