Barn á leikskólanum Pálmholti á Akureyri með Covid-19
Barn af leikskólanum Pálmholti á Akureyri greindist með Covid-19 sl. laugardag þann 7. nóvember. Þar af leiðandi þurfa 40 börn af tveimur deildum, sem voru innan sama sóttvarnarhólfsins föstudaginn 6. nóvember, að vera í sóttkví til 20. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.
Þetta nær einnig til 10 starfsmanna í Pálmholti. Sýnataka hjá þeim sem eru komnir í sóttkví fer fram föstudaginn 13. nóvember. Unnið er í nánu samstarfi við smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og var húsnæðið sótthreinsað í gær. Að öðru leyti er hefðbundið leikskólastarf í Pálmholti í dag, mánudaginn 9. nóvember.