30. október - 6. nóember - Tbl 44
Baráttuhópur gegn sameiningu MA og VMA blæs til fundar
Áform um sameiningu Verkmennta,- og Menntaskólans á Akureyri hafa vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi og þá sérstaklega á Akureyri.
Nú hefur verið stofnaður hópur á Facebook undir heitinu „Stöðvum áform um sameiningu MA og VMA.“ Hópurinn stendur í dag fyrir opnum fundi á Múlabergi þar sem áformin verða rædd. Húsið opnar kl. 13:30 en fundurinn hefst kl. 14.
„Allir sem hafa áhuga á að leggja baráttunni gegn áformum um sameiningu MA og VMA lið eru innilega velkomnir. Markmið fundarins verður fyrst og fremst að ræða það með hvaða hætti sé best fyrir þennan stóra hóp sem við erum að beita sér gegn því að sameining MA og VMA verði að veruleika,“ segir í tilkynningu um viðburðinn en streymt verðir frá honum á Facebooksíðu hópsins.