30. október - 6. nóember - Tbl 44
Bæjarstjórn Akureryar Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira.
,,Við teljum einsýnt að skortur sé á trausti milli aðila, í allri umræðu um fyrirhugaða sameiningu/samstarf VMA og MA. Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira. Við leggjumst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á forsendum sparnaðar og hvetjum ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Á fundinum var m.a. um fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Þverpólitísk bókum sem allir bæjarfulltrúar standa að nema einn sem telur sig ekki geta staðið að slíkri bókun vegna starfa sem kennari við VMA leit dagsins ljós.
Þeir sem standa að þessari bókun eru:
Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Andri Teitsson L-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bókaði:
,,Ég sem kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri tel mig eiga hagsmuna að gæta þar sem ég kenni á braut sem hefur átt undir högg að sækja og kýs því að bóka ekki með meirihluta bæjarstjórnar á grundvelli 5. og 6. töluliðar 3. gr. stjórnsýslulaga.“