30. október - 6. nóember - Tbl 44
Bæjarráð Akureyrar Umræða um starfsemi Hafnasamlags Norðurlands.
Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær hafi m.a verið rætt um starfsemi Hafnasamlags Norðurlands en eins og fram hefur komið hefur mikil umræða verið meðal fólks um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins í sumar.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins:
,,Komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar hafa aukist síðustu ár og ljóst að komur skipanna hafa jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf bæjarins, auk þess að setja svip sinn á bæjarlífið að sumarlagi.
Það er þó ekki hægt að skauta fram hjá því að fjölgun á komum skemmtiferðaskipa fylgja ýmsar áskoranir. Nauðsynlegt er að á næstu árum verði áfram unnið að uppbyggingu innviða fyrir raftengingu skipa til þess að skemmtiferðaskip, sem og önnur skip, sem viðkomu hafa í höfnum geti tengst rafmagni í landi.
Bæjarráð fagnar því að Hafnasamlag Norðurlands áformi að taka upp EPI umhverfiseinkunnakerfi sem vonandi mun nýtast þannig að umhverfisvænni skip fái ívilnanir en önnur álögur.
Þá skuli unnið markvisst að því að dreifa álagi og lengja ferðatímabilið. Hafnasamlagið, Akureyrarbær og aðrir hagaðilar, s.s. önnur sveitarfélög og Markaðsstofa Norðurlands, ættu að sameinast um að kortleggja ávinning og áskoranir vegna komu skemmtiferðaskipa og móta aðgerðaáætlun, sem miðar að arðsamri og samkeppnishæfri starfsemi í sátt við samfélag og umhverfi." segir í ályktun bæjarráðs.
Hér fyrir neðan er hlekkur á minisblað sem Pétur Ólafsson hafnastjóri vann fyrir fundinn.
Fylgiskjöl: