20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Auður á Græna hattinum
Hljómsveitin Áttatíu&fimm (David Robert Jones Endorsement Band ) flytur rjómann af tónlist David Bowie á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöldið 14. júní. Hljómsveitin hefur hlotið mikið lof fyrir frábæran flutning á lögum Bowie en þetta er í þriðja sinn sem hljómsveitin kemur fram á Græna hattinum. „Tónlistarveisla fyrir alla sanna Bowie aðdáendur og alla hina líka,“ segir um tónleikana sem hefjast kl. 22.00.
Á laugardagskvöldinu 15. júní er það tónlistarmaðurinn Auður sem stígur á stokk, en hann gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir. Platan hefur fengið frábærar viðtökur en hann frumflutti plötuna á Iceland Airwaves og fékk mikið lof fyrir. Þykir hún vera framsækin, einlæg og beinskeitt og sumir gagnrýnendur og tónlistarspekúlantar vilja meina að hún sé tímamótaplata í íslenskri R&B-tónlist. Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig hans þekktustu lög af fyrri útgáfum. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Friðrik Böðvarsson, rafgítar og rafbassi, Ellert Björgvin Schram, hljómborð og rafbassi, Magnús Jóhann Ragnarsson, hljómborð og hljómsveitarstjórn, og Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
„Skundum á Græna og treystum vor heit. Það er ekki ofsögum sagt að kvöldið fyrir Þjóðhátíðardagininn er við hæfi að rifja upp ungmennafélags taktana við ljúfa tóna Helga og hljóðfæraleikaranna eða eins og þeir segja -Fögur sál í hraustum líikama og gott lag gulli betra og Morgun blund gefur gull í mund og meira pönk meira helvíti,“ segir um tónleika Helga og hljóðfæraleikana sem fara fram sunnudaginn 16. júní. Tónleikarnir hefjast kl.22.00.