Atvinnuleysi eykst lítillega
Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 10,6% í nóvember en var 9,9% í október samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sem er minni aukning en spár gerðu ráð fyrir. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Á Norðurlandi eystra er atvinnuleysi komið upp í 7,7% en var 6,8% í lok október.
Í Norðurþingi voru alls 199 manns á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar í lok mánaðar. 132 karlar og 67 konur. Atvinnulausum hefur því fjölgað í sveitarfélaginu um 19 frá því í október, 127 manns ef miðað er við nóvember á síðasta ári. Ef spá Vinnumálastofnunar gengur eftir verða 204 atvinnulausir í Norðurþingi í lok desember.