Framkvæmdir að hefjast við neðsta hluta kirkjutrappanna
Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að loka neðri hluti kirkjutrappanna næstu daga vegna framkvæmda.
Líklega hefur ekki farið fram hjá neinum að þegar tröppurnar voru endurnýjaðar var ekki mögulegt að ljúka við og setja snjóbræðslu í neðsta pallinn. Framkvæmdirnar við tröppurnar voru afar umfangsmiklar og fólu meðal annars í sér jarðvegsskipti og endurnýjun á niðurgröfnu þaki húsnæðisins undir tröppunum sem áður hýsti almenningssalerni. Nú er hins vegar hægt að klára þennan afmarkaða lokahluta og þar með verður snjóbræðsla í öllum tröppunum frá bílaplani við hótelið upp að Akureyrarkirkju.
Efri hluti kirkjutrappanna verður opinn eftir sem áður. Meðan á framkvæmdum stendur verður hjáleið um stíginn sem endurnýjaður var síðasta sumar og liggur til suðurs að Sigurhæðum og þaðan niður á Hafnarstræti. Sjá má meðfylgjandi mynd.
Framkvæmdir hefjast mánudagsmorguninn 3. mars kl. 10 og verður allt kapp lagt á að ljúka þeim sem fyrst.
www.akureyri.is sagði frá