13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Aron Einar óskar eftir að gefa skýrslu hjá lögreglu
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna ásakana á samfélagsmiðlum um að hann tengist atviki sem kom upp í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Aron Einar sendi fjölmiðlum nú rétt í þessu og RÚV greindi frá
Í yfirlýsingu frá leikmanninum sem greint er frá á Vísi segist hann aldrei hafa gerst brotlegur gagnvart neinum og hann hafi ekki fengið tækifæri til að ræða formlega við KSÍ um atburð sem á eigi að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Hann ætlar að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum.
Vill Aron meina að stjórn KSÍ hafi beitt sér fyrir því að hann yrði ekki með í landsliðshópnum. Hann segir mjög sárt að KSÍ hafi skuli setja hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða.“
„Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu.
Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan.
Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt.“