Arna Sif og Júlíus Orri íþróttafólk ársins hjá Þór
Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir og körfuboltamaðurinn Júlíus Orri Ágústsson eru íþróttafólk Þórs 2019. Valið var kunngert á árlegri verðlaunahátíð Íþróttafélagsins Þórs um áramótin. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Júlíus Orri Ágústsson verða því fulltrúar Þórs í kjöri til íþróttafólks Akureyrar árið 2019 sem fram fer síðar í mánuðinum. Þetta er í fjórða sinn sem Arna Sif hlýtur þessa nafnbót. Hún hlaut hana fyrst árið 2012, þá 2014, 2018 og nú 2019.
Íþróttafólk deilda Þórs árið 2019:
Knattspyrna: Arna Sif Ásgrímsdóttir og Aron Birkir Stefánsson
Handbolti: Brynjar Hólm Grétarsson
Körfubolti: Júlíus Orri Ágústsson og Sylvía Rún Hálfdanardóttir
Keila: Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Njáll Harðarson
Píla: Atli Bjarnason og Hrefna Sævarsdóttir