Annasöm helgi hjá Slökkviliði Akureyrar

Töluvert var um sjúkraflutningar um nýliðna helgi. Mynd/Slökkviliðið.
Töluvert var um sjúkraflutningar um nýliðna helgi. Mynd/Slökkviliðið.

Helgin var annasöm hjá Slökkviliðinu á Akureyri en á föstudaginn voru samtals 12 sjúkraflutningar þar af einn Covid-19.  Greint er frá þessu á Facebooksíðu slökkviliðsins. Þar segir að nú reyni mikið á sóttvarnir og hólfanir innan liðsins þar sem vinnustað num hefur verið skipt upp í 4 hólf.

"En við mannfrek útköll þarf samt að huga að hólfunum. Eitt útkall á dælubíl var t.d. á föstudeginum þegar kviknaði í bíl í Hörgárdal. Þar þurfti að huga að skiptingunni á meðan unnið var á sama vettvangi. Ef það var ekki nóg þá voru tvö sjúkraflug farin frá Akureyri. Allt gekk þetta snuðrulaust fyrir sig enda starfsmenn okkar fagmenn í sínum störfum," segir í færslunni.

Nýjast