Amtsbókasafnið á Akureyri Ný húsgögn inni og úti

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði en…
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði endurnýjuð

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði endurnýjuð. Þörf var orðin á að orðin á að endurnýja stóla og borð í veitingarými á á 1. hæð Amtsbókasafnsins á Akureyri sem og á útisvæði.

Á síðasta ári voru 20 ár síðan nýbygging Amtsbókasafnsins var tekið í notkun. Frá því að byggt var við safnið hafa ekki verið til útihúsgögn en rekstraraðilar veitingarýmis hafa útvegað þau eftir þörfum. Engin útiborð og stólar eru fyrir hendi nú. Húsgögn í veitingarýminu eru lúin og bent hefur verið á að það komi í veg fyrir að umhverfið njóti sín sem veitingarrými.

Áætlaður kostnaður við kaup á húsgögnum er um 6,6 milljónir og verður kostnaður greiddur úr búnaðarsjóði.

Nýjast