Allt gult – en engin sól samt

Hætt er við að vilji fólk taka myndir úti á morgun verði þær kalsalegar   Mynd  MÞÞ
Hætt er við að vilji fólk taka myndir úti á morgun verði þær kalsalegar Mynd MÞÞ

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þetta tilkynningu frá sér í dag  og þvi miður ekki að ástæðulausu því enn á ný hefur Veðursstofa Íslands sent  út gula viðvörun vegna komandi veðurs. 

,,Nú í aðdraganda Hvítasunnuhelgarinnar þá viljum við vekja sérstaka athygli á því að framan af laugardeginum hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir ýmis landsvæði, þ.a.m. Norðurland eystra. Varðar það bæði vind og mögulega snjókomu á fjallvegum með lélegu skyggni.

Hvetjum við ykkur öll sem hyggið á ferðalög að fylgjast vel með stöðunni hverju sinni, þá ekki síst þá sem eru með einhverskonar aftaní vagna, s.s. hjólhýsi."

Okkar huggun er fólgin í  þeirri staðreynd að enn hefur ekki komið svo skítt veður að það hafi ekki lagast  fyrir rest og samkvæmt spár mun einnig verða svo í þetta skiptið.

Heimasíða norsku veðurstofunnar www.yr.no er vinsæl, líka hér á landi og langtímaspá hennar boðar betri tíð og blóm í haga eins og sjá má hér að neðan.

 

Nýjast