Allt að þriggja milljarða króna halli hjá Akureyrarbæ

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að sveitarfélagið búi sig undir að útsvarstekjur dragist saman í haust og aukið atvinnuleysi. Við þetta bætist að kjarasamningar hafi verið sveitarfélaginu mjög dýrir og enn eigi eftir að semja við kennara.

Þetta kemur fram í viðtali við Ásthildi á N4.

Halli á aðalsjóðs Akureyrarbæjar var áætlaður um einn milljarður króna, en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna að sögn Ásthildar.

„Ég held að það liggi í augum uppi, við erum að upplifa eina mestu kreppu frá stofnun lýðveldisins og peningarnir eru ekki endalausir, við þurfum þess vegna að skoða allan okkar rekstur. Eðli málsins samkvæmt reynum við að hlífa lögbundinni starfsemi í slíkum niðurskurði,“ er haft eftir Ásthildi á N4.

Nýjast