Allanum breytt í gistiheimili
Hafist verður handa við að breyta húsinu við Gránufélagsgötu 10 á Akureyri Allanum í gistiheimili og er áætlað að þar verði sex herbergi, sem rúmi samtals 18 gesti.
Eins og fram hefur komið í Vikudegi er áformað að innrétta 40 herbergja gistirými á annarri hæð Glerártorgs.
Blaðinu er kunnugt um að margir aðilar íhugi að opna gistiheimili á Akureyri, enda hefur ferðafólki fjölgað ört á undanförnum árum.