Aldrei meira námsframboð og nú í VMA

Námsframboð hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur aldrei verið meira en nú á komandi haustönn. Kennsla er hafin og eru 950 nemendur skráðir til náms, þar af eru 215 nýnemar.

Hefðbundnar bóknáms- og verknámsbrautir verða á sínum stað en við bætast verknámsbrautir sem ekki eru alltaf kenndar. Á vorönn 2023 hófst nám nýs hóps í pípulögnum og hann heldur áfram núna á haustönn. Kjötiðn verður kennd og einnig fer af stað nýr hópur í múrsmíði. Þá heldur áfram kvöldskóli í rafvirkjun. Boðið verður upp á nám í bifvélavirkjun og síðast en ekki síst má nefna nám í heilsunuddi, sem er ný námsbraut við skólann hefst núna í haustönn.

Nýjast