Aldís Kara valin skautakona ársins

Aldís Kara Bergsdóttir. Mynd/SA.
Aldís Kara Bergsdóttir. Mynd/SA.

Aldís Kara Bergsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2019 af stjórn Skautasambands Íslands. Í umsögn umAldísi Köru á vef Skautasambands Íslands segir að hún sé verðugur fulltrúi ÍSS og vel að viðurkenningunni komin þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og metnað við iðkun íþróttarinnar. Fyrir utan innlend mót á vegum ÍSS á árinu 2019 hefur Aldís Kara keppt á RIG, Norðurlandamóti, Junior Grand Prix  og á Halloween Cup.

Þá var Aldís Kara einnig valin skautakona ársins hjá Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar. Í umsögn um Aldísi Köru á vef SA segir: „Aldís Kara er frábær íþróttamaður og flott fyrirmynd í sinni íþrótt jafnt á svellinu og utan þess.  Hún er deildinni sinni til mikils sóma. Aldís Kara hefur unnið alla þá titla sem hægt er að vinna á Íslandi á árinu 2019.“

Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur titilinn skautakona ársins.

 

Nýjast