Akureyringur sterkasti maður Íslands

Stefán Karel Torfason.
Stefán Karel Torfason.

Akureyringurinn Stefán Kar­el Torfa­son er sterk­asti maður Íslands árið 2021. Stefán sigraði á loka­metr­un­um í keppn­inni Sterk­asti maður Íslands sem fór fram um helg­ina, á Sel­fossi á laug­ar­dag og lokaviður­eign­in fór fram í Reiðhöll­inni í Víðidal. Greint er frá þessu á mbl.is.

Þar segir að keppn­in hafi verið gríðarlega spenn­andi og réðist ekki fyrr en í loka­keppn­is­grein­inni hver stæði uppi sem sig­ur­veg­ari. Þar öttu kappi Stefán Kar­el og Eyþór Mel­steð Ing­ólfs­son en Stefán gat gengið lengra með Húsa­fells­hell­una og vann þar með mótið.

Stefán vann sér inn keppn­is­rétt á World's Ultima­te Strongman-mót­inu, sem fer fram í Jackson­ville í Flórída­ríki í Banda­ríkj­un­um 17. sept­em­ber næst­kom­andi.

Nýjast