13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Akureyringar unnu til fjölda verðlauna á Special Olympics
Akureyringar náðu frábærum árangri á Special Olympics sem haldnir voru í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Abu Dhabi og Dubai, dagana 14.-21. mars. Alls voru 38 keppendur og 16 þjálfarar frá Íslandi, auk læknis og fararstjóra. Um 90 aðstandendur fylgdu keppendunum út og því var íslenski hópurinn hátt í 150 manns. Íslendingar tóku þátt í tíu greinum á leikunum; knattspyrnu, keilu, boccia, frjálsum, sundi, golfi og unified badminton.
Fjórir keppendur voru frá Akureyri á leikunum, þau Arndís Atladóttir, Fannar Logi Jóhannesson, Helena Ósk Hilmarsdóttir og Védís Elva Þorsteinsdóttir. Öllu náðu þau frábærum árangri og sópuðu að sér verðlaunum. Fannar Logi vann gullverðlaun í langstökki og bronsverðlaun í 100 metra hlaupi, Arndís hlaut bronsverðlaun í 50 metra bringusundi, Helena Ósk vann brons í 4 x100 metra hlaupi með félögum sínum og Védís Elva vann silfurverðlaun í einliðaleik í boccia og brons í tvímenningi.
Nánar er fjallað um Ólympíuævintýri Akureyringanna í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.