Akureyringar á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í golfi

Tumi Hrafn Kúld. Mynd/GA.
Tumi Hrafn Kúld. Mynd/GA.

Golfklúbbur Akureyrar (GA) átti 13 kylfinga í Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli sl. helgi og náðu tveir þeirra á verðlaunapall. Lárus Ingi Antonsson og Tumi Hrafn Kúld enduðu jafnir í 3. sæti á einu höggi undir pari í mótinu í karlaflokki. Á eftir þeim komu Eyþór Hrafnar Ketilsson og Örvar Samúelsson á +8 og +10 höggum.

Í kvennaflokknum spilaði Andrea Ýr Ásmundsdóttir best allra hjá GA og kláraði mótið í 6. sæti.

Íslandsmeistarar í golfi urðu hins vegar þau Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG.

Nýjast