Akureyri - 500. rampurinn vígður

Sigrún María klippti á borðan, Hulda Elma var henni innan handar.  Mynd  MÞÞ
Sigrún María klippti á borðan, Hulda Elma var henni innan handar. Mynd MÞÞ

500. rampurinn í átakinu ,,Römpum upp Ísland“ var vígður í dag á Akureyri.  Það hefur væntanlega ekki farið framhjá bæjarbúum að sl. viku eða svo hafa staðið yfir framkvæmdir út um allan bæ við að gera rampa og nú var komið að því að víga þann númer 500. Það var Sigrún María Óskarsdóttir sem klippti á borðan og formlega opnaði rampinn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir og Hlynur Jóhannsson sögðu nokkur orð og Ágúst Brynjarss flutti tónlist.  Það er Haraldur Þorleifsson sem er hugmyndasmiður þessa átaks eins og kunnugt er,  en fyrirhugað er að gera 1500 rampa víðs vegar um Ísland i þessu átaki.

Nýjast