27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Akstur strætisvagna í Hagahverfi hefst í vor
Íbúum hefur fjölgað í Hagahverfi undanfarið og þörf orðin á að þjónusta það með strætósamgöngum. Aksturinn hefst í vor. Mynd/MÞÞ
mth@vikubladid.is
„Íbúum hefur fjölgað mjög hratt í Hagahverfi og það er orðin þörf á að þjónusta það hverfi betur með strætósamgöngum,“ segir Andri Teitsson formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar en ráðið samþykkti á fundi að akstur strætisvagna inn í Hagahverfi hefjist á vordögum.
„Sérfræðingar okkar hafa bent á hvernig það geti verið mögulegt að fella hverfið inn í núverandi leiðakerfi án þess að raska kerfinu mikið og að jafnvel geti fleira áunnist í leiðinni svo sem minna kraðak sem fylgir því að margir vagnar séu á sama tíma staddir í miðbænum. Núna er verið að útfæra þetta og við stefnum á að hefja akstur um Hagahverfi í vor,“ segir Andri.
/MÞÞ