82 hrekkjóttir jólasveinar á Minjasafninu á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri opnar jólasýningu á morgun. Í aðalhlutverki eru 82 hrekkjóttir íslenskir jólasveinar, skógur gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spennandi jólasveinaveröld og rannsóknarstofa jólasveina.
Allir þekkja jólasveinana 13 en hverjir eru hinir 69? Í ár og næstu ár verða þeir myndgerðir. Flotsokka og Faldafeykir birtast nú í gerð Ingibjargar H. Ágústsdóttur, listakonu.
Á sýninunni er hægt að skoða smáveröld jólasveinanna, sem Þórarinn Blöndal listamaður og leikmyndahönnuður hefur skapað.
Bæjarbúar hafa plantað skógi jólatrjáa í sýninguna sem eru frá árunum 1920 til okkar tíma.