38,7 milljónir frá Akureyrarbæ

Jarðgerðarstöð Moltu/mynd Karl Eskil
Jarðgerðarstöð Moltu/mynd Karl Eskil

Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu jarðargerðarstöðvarinnar Moltu í Eyjafjaðarsveit, hyggst Akureyrarbær leggja fram 38,7 milljónir króna vegna hlutabréfakaupa. Akureyrarbær er stærsti hluthafinn í félaginu. Um síðustu áramót voru skuldirnar tæplega hálfur milljarður króna, en ársveltan er um 100 milljónir. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu í samvinnu við Byggðastofnun og fleiri, en stofnunin lánaði fyrir byggingu húsnæðisins og hluta vélakaupa. Vonir eru bundnar við að línur skýrist á næstu vikum.

Nýjast