20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
100% Ásláttur í Hofi
Sunnudaginn kemur þann 1. mars kl. 14 kemur slagverksdúettinn "100% Ásláttur" fram á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Leikin verða tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir ásláttarhljóðfæri sem og útsetningar.
Frumflutt verður tónverk eftir Inga Garðar Erlendsson fyrir 100% Áslátt og trompet sem er sérstaklega samið fyrir þessa tónleika.
“100% Ásláttur” eru Emil Þorri Emilsson og Þorvaldur Halldórsson. Sóley Björk Einarsdóttir trompetleikari verður sérstakur gestur.
Styrktaraðilar Tónlistarfélags Akureyrar eru Rannís, Norðurorka og MAK. Miðasala á mak.is og tix.is og í miðasölu Hofs.