20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR
Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu, kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast heilbrigði.
Nýr þáttur er kominn inn, hann er í umsjón Áslaugar Kristjánsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðings sem er höfundur bókarinnar ,,Lífið er kynlíf”. Í þættinum fræðir hún hlustendur um ýmislegt sem snýr að kynlífsráðgjöf, viðhorfum til kynlífs og áskorunum sem kynverur geta staðið frammi fyrir. Hún fjallar m.a. um kynorku, kynlöngun og kynhegðun. Við mælum við að kynverur á öllum aldri leggi við hlustir.
Slóð á þáttinn fylgir hér að neðan.
https://open.spotify.com/episode/63D4Ejl4gZ0GOC75pgJAgG?si=d4be97580d754b93