20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vök og Dýfur á Græna hattinum
Vegna fjölda áskorana hefur Dýfu teymið á Akureyri ákveðið að halda þriðju tónleika sína á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. september þar sem flutt verða lög sem sungin hafa verið í gegnum tíðana af P!nk, Lady Gaga, Cher, Mariah Carey og Celine Dion. „Staðreyndin er sú að það er til mikið magn af fallegri og töff tónlist sem stórar kvennraddir hafa sungið svo vel síðustu áratugi,“ segir um tónleikana. Hljómsveitina skipa Hallgrímur Jónas Ómarsson gítar,Valgarður Óli Ómarsson trommur, Stefán Gunnarsson bassi, Jaan Alavere píanó, Jónína Björt söngur, Helga Hrönn Óladóttir bakrödd og Guðrún Arngrímsdóttir bakrödd. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Hljómsveitin Vök heldur tónleika á Græna hattinum á föstudagskvöldinu 27. september. Vök sendi fyrr á árinu frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ og í kjölfarið hóf hún ítarlegt tónleikaferðalag um Evrópu við góðar undirtektir. Þau spiluðu einnig fyrr á árinu á Græna hattinum á vel heppnuðum tónleikum. Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var valin 'Raftónlistarplata ársins 2017' á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Sveitin hefur verið á þrotlausum tónleikaferðum um allan heim undanfarin ár og er ekkert gefið undan við að fylgja á eftir nýju plötunni. Heimamaðurinn hæfileikaríki Stefán Elí kemur til með að hita upp fyrir Vök. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.