Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg

Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar segir að einungis ein Vínbúð verði rekin á Akureyri. „Því miður er ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri tveggja Vínbúða á Akureyri eins og staðan er í dag,“ segir hún. „Við vonum að staðsetningin komi ekki í veg fyrir að Vínbúðin þjóni viðskiptavinum vel með stærri og rúmbetri Vínbúð, þar sem aðgengi er auðveldara en var á Hólabrautinni á álagstímum.“
Nýja Vínbúðin er í tæplega 700 fermetra húsnæði við Norðurtorg en sú gamla var í rúmlega 660 fermetrum. Fimm fastir starfsmenn starfa í Vínbúðinni auk tímavinnustarfsmanna sem koma inn þegar mest er að gera. Ekki eru að sögn Sigrúnar áformaðar breytingar á starfsmannahópnum.
Nýja Vínbúðin er í tæplega 700 fermetra húsnæði við Norðurtorg en sú gamla var í rúmlega 660 fermetrum.